Stefán Gíslason

Stefán Gíslason

Hlaup.is er alltaf að leita leiða til að fræða og skemmta lesendum með hlaupatengdu efni. Með það að markmiði höfum við fengið Stefán Gíslason, fjallvegahlaupara og hlaupafrömuð með meiru, til að deila þekkingu sinni og frásagnarhæfni í formi mánaðarlegra pistla. Auk þess að vera frambærilegur hlaupari er Stefán hafsjór af fróðleik um hinar ýmsu hliðar hlaupaíþróttarinnar. Efnistök Stefáns eru fjölbreytt, allt frá hlaupameiðslum, hlaupaþjálfun og næringu yfir í sögulegan fróðleik. Hlaup.is hvetur lesendur til taka pistlum Stefáns opnum örmum enda hefur hann sýnt og sannað á bloggsíðu sinni hversu auðvelt hann á með að koma fróðleik, frásögnum og húmor í skemmtilegan búning.

Stefán hefur stundað hlaup í rúm 50 ár, en fyrsta keppnishlaupið þreytti hann á æskuslóðunum norður á Ströndum 19. ágúst 1972. Eftir stuttan keppnisferil í brautarhlaupum færði hann sig mjög hægt og bítandi yfir í götuhlaupin. Þetta ágerðist mjög eftir fimmtugsafmælið árið 2007. Hann hefur nú lokið 20 maraþonhlaupum og hlaupið Laugaveginn fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan hefur hann staðið fyrir ýmsum skemmtihlaupum, auk fjallvegahlaupaverkefnisins sem hefur verið í gangi síðan 2007 og m.a. gefið af sér bókina Fjallvegahlaup, sem Bókaútgáfan Salka gaf út vorið 2017. Þá er hann einn þriggja leiðtoga hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi.

Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur að mennt og hefur um 20 ára skeið rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki á því sviði, Environice. Hann er búsettur í Borgarnesi, hefur verið í hjónabandi í nokkra áratugi og á þrjú uppkomin börn

Pistlar08.08.2016

Þrír fertugir hlauparar í Ríó

Meðal þeirra fjölmörgu frjálsíþróttamanna sem keppa á Ólympíuleikum í Ríó í ágúst eru þrír hlauparar sem eiga það sameiginlegt að vera komnir yfir fertugt. Engu að síður eru þeir enn að og hafa lengi verið í fremstu röð

Lesa meira