Hver vann Reykjavíkurmaraþon?

uppfært 09. ágúst 2020

Þegar spurt er um sigurvegara Reykjavíkurmaraþons 2019 kemur án efa upp í hugum flestra mynd af Arnari Péturssyni fagna sigri í maraþoni karla. Enda er maraþonið lengsta vegalengd hlaupsins og Arnar kom þar fyrstur í mark á persónulegu meti og auk þess besta tíma sem Íslendingur hefur náð í Reykjavíkurmaraþoni sem er virkilega góður árangur.

Rannveig Odds
Rannveig er einn besti hlaupari landsins. Eða hvað?

Er sá fljótasti sigurvegari?
Í Reykjavíkurmaraþoni er samt ekki aðeins keppt í heilu maraþoni heldur líka hálfmaraþoni og 10 km hlaupi í karla og kvennaflokki og mismunandi aldursflokkum. Það er því ekki endilega augljóst hvaða íþróttamaður hefur náð bestum árangri í þessu stærsta götuhlaupi sem haldið er á Íslandi.

Í þessi greinarkorni er ætlun mín að bera saman árangur í mismunandi vegalengdum, karla- og kvennaflokki og einstökum aldursflokkum og reyna að finna út hver vann besta afrek Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoni 2019.

Stigatafla IAAF
Fyrir leikmann getur verið erfitt að bera saman árangur í mismunandi vegalengdum eða árangur karla og kvenna í sömu vegalengd. En Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur komið sér upp kerfi sem gerir mögulegt að bera saman afrek í ólíkum keppnisgreinum frjálsra íþrótta og þar á meðal langhlaupum. Til að meta hvaða íslenski hlaupari náði bestum árangri í Reykjavíkurmaraþoni 2019 var því farin sú leið að fletta upp í stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins stigafjölda þriggja fyrstu karla og kvenna í hverri vegalengd. Niðurstöður má sjá í töflu 1.

Tafla 1. IAAF stig, tímar og nöfn fyrstu þriggja karla og kvenna í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi.

Tafla Rannveig

Maraþon karlar

Maraþon konur

939

02:23:08

Arnar Pétursson

816

03:04:43

Hólmfríður J Aðalsteinsdóttir

611

02:45:40

Sigurjón Ernir Sturluson

667

03:23:32

Melkorka Árný Kvaran

559

02:49:50

Kristján Svanur Eymundsson

645

03:26:24

Andrea Hauksdóttir

Hálfmaraþon karlar

Hálfmaraþon konur

882

01:07:59

Hlynur Andrésson

893

01:21:08

Andrea Kolbeinsdóttir

668

01:14:19

Sigurður Örn Ragnarsson

775

01:26:53

Anna Berglind Pálmadóttir

642

01:15:11

Vignir Már Lýðsson

759

01:27:40

Rúna Egilsdóttir

10 km karlar

10 km konur

652

0:33:59

Hlynur Ólason

957

00:35:55

Elín Edda Sigurðardóttir

641

0:34:08

Þórólfur Ingi Þórsson

890

00:37:19

Arndís Ýr Hafþórsdóttir

578

0:35:04

Vilhjálmur Þór Svansson

835

00:38:30

Helga Margrét Þorsteinsdóttir

Samkvæmt þessu mati er Elín Edda Sigurðardóttir sigurvegari hlaupsins með 957 stig, annar er Arnar Pétursson með 939 stig og þriðja besta afrekið vann Andrea Kolbeinsdóttir með 893 stig.

Stigin gefa jafnframt til kynna að keppnin í einstökum vegalengdum hafi verið missterk í karla og kvennaflokki. Ef litið er á stigafjölda fyrstu þriggja í hverri vegalengd sést að hæstu stigin náðust í 10 km hlaupi kvenna. Þar er þriðja kona með 835 stig sem er hærra skor en hjá sigurvegurum í maraþoni kvenna og 10 km hlaupi karla. Hálfmaraþon kvenna kemur þar næst á eftir en þar eru fyrstu þrjár konur með yfir 700 stig. Í maraþoni kvenna og öllum vegalengdum í karlaflokki sjást tölur undir 700 stigum fyrir einhver efstu sætanna. Af þessu má draga þá ályktun að í ár hafi kvennakeppnin heilt yfir verið heldur sterkari en karlakeppnin. Arnar Pétursson og Hlynur Andrésson sýna mikla yfirburði í karlaflokki með 939 og 882 stig fyrir sín hlaup, en þeir sem koma þar á eftir eru með innan við 700 stig. Í kvennaflokki er keppnin hins vegar jafnari og sjö af níu konum náðu yfir 700 stigum fyrir sín hlaup.

Aldursflokkar
Til að reikna út og bera saman árangur einstaklinga á ólíkum aldri hefur verið fundin upp formúla sem áætlar heimsmet í mismunandi vegalengdum fyrir hvern aldur og reiknar út í prósentum hve nálægt heimsmetinu einstaklingur er. Því hærri sem prósentan er því nær heimsmetinu er viðkomandi einstaklingur. Nokkrar reiknivélar eru aðgengilegar á netinu til að reikna út og bera saman árangur út frá slíkum formúlum. Hér var appið „Running calculator" notað og reiknaðar út prósentur fyrir þrjá fyrstu keppendur í hverjum aldursflokki. Þar sem útreikningurinn tekur mið af fæðingarári en ekki 10 ára aldursbili eins og aldursflokkaskipting í Reykjavíkurmaraþoni er ekki útilokað að einhverjir sem komu seinna í mark hafi náð örlítið betri prósentu en þeir þrír fyrstu sem hér voru teknir til athugunar. En þar sem höfundur þurfti að fletta hverjum og einum keppanda upp handvirkt var ákveðið að láta nægja að skoða fyrstu þrjá í hverjum aldursflokki. Í töflu 2 má sjá tölur þriggja fyrstu einstaklinga í öllum aldursflokkum í maraþoni.

Tafla 2. prósentur af reiknuðu heimsmeti jafnaldra í maraþoni.

Karlar 18 - 29 ára

Konur 18 - 29 ára

85,9

02:23:07

Arnar Pétursson

28

65,8

03:25:40

Andrea Hauksdóttir

29

74,2

02:45:38

Sigurjón Ernir Sturluson

29

65,4

03:27:06

Íris Blöndahl Kjartansdóttir

27

72,4

02:49:48

Kristján Svanur Eymundsson

25

56,5

03:59:49

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir

27

Karlar 30 - 39 ára

Konur 30 - 39 ára

72,7

02:51:11

Björn Snær Atlason

37

59,7

03:46:56

Mari Jaersk

32

70,5

02:54:47

Jón Ragnar Jónsson

34

59,8

03:46:38

Lára Hafliðadóttir

32

69,3

02:57:24

Steven Patrick Gromatka

31

58,5

03:51:21

Elín Hrefna Ólafsdóttir

31

Karlar 40 - 49 ára

Konur 40 - 49 ára

77,8

02:54:45

Pétur Ívarsson

49

78,0

03:04:38

Hólmfríður J Aðalsteinsdóttir

44

75,1

02:58:07

Hlynur Guðmundsson

47

70,8

03:23:14

Melkorka Árný Kvaran

43

64,9

03:17:35

Hafþór Rafn Benediktsson

42

61,3

03:55:00

Íris Long

44

Karlar 50 - 59 ára

Konur 50 - 59 ára

72,1

03:18:53

Sveinn Ásgeirsson

55

63,4

04:02:57

Halldóra Gyða Matthíasd Proppé

50

68,5

03:22:09

Einar Sigurðsson

51

66,1

04:08:35

Rannveig Halldórsdóttir

55

68,7

03:27:00

Kristján Ásgeirsson

45

60,7

04:13:45

Elín Gísladóttir

50

Karlar 60 - 69 ára

Konur 60 - 69 ára

75,0

03:24:09

Trausti Jarl Valdimarsson

62

68,3

04:25:03

Sólveig Guðlaugsdóttir

62

71,3

03:34:42

Guðni Gíslason

62

74,0

04:28:26

Ragnheiður G Guðmundsdóttir

68

72,7

03:39:01

Sigmundur Stefánsson

66

48,3

06:20:43

Bryndís Svavarsdóttir

63

Karlar 70 - 79 ára

57,3

04:49:43

Höskuldur Kristvinsson

70

Þegar árangur einstaklinga er metinn á þennan hátt er Arnar Pétursson áfram með besta afrekið í maraþoni karla en hans tími reiknast sem 85,9% af áætluðu heimsmeti hans jafnaldra. Annað besta afrekið vann Pétur Ívarsson með 77,8% af heimsmeti 49 ára karla og þriðja besta Hlynur Guðmundsson með 75,1% af heimsmeti 47 ára karla. Í kvennaflokki á fyrsta kona í mark, Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, líka besta afrekið þegar tekið hefur verið tillit til aldurs. Hennar tími reiknast sem 78% af áætluðu heimsmeti 44 ára kvenna, annað besta afrekið á Ragnheiður Guðmundsdóttir sem nær 74% af heimsmeti 68 ára kvenna og þriðja besta afrekið á Melkorka Árný Kvaran með 70,8% af heimsmeti 43 ára kvenna.

Í töflu 3 má sjá tölur þriggja fyrstu einstaklinga í öllum aldursflokkum í hálfmaraþoni.

Tafla 3. prósent af reiknuðu heimsmeti jafnaldra í hálfmaraþoni.

Karlar 15 - 19 ára

Konur 15 - 19 ára

64,6

01:31:08

Sölvi Karl Stefánsson

17

64,8

01:43:43

Íris Björg Valdimarsdóttir

18

61,5

01:34:53

Nökkvi Már Nökkvason

19

62,9

01:46:57

Elín María Ívarsdóttir

18

61,0

01:35:39

Gústaf Sæland

19

61,1

01:50:03

Petra María Ingvaldsdóttir

18

Karlar 20 - 29 ára

Konur 20 - 29 ára

85,9

01:07:58

Hlynur Andrésson

26

81,0

01:21:05

Andrea Kolbeinsdóttir

20

78,6

01:14:17

Sigurður Örn Ragnarsson

28

72,7

01:29:43

Bergey Stefánsdóttir

29

73,6

01:19:21

Logi Ingimarsson

29

71,9

01:30:39

Helga Guðný Elíasdóttir

25

Karlar 30 - 39 ára

Konur 30 - 39 ára

77,7

01:15:10

Vignir Már Lýðsson

30

72,7

01:29:57

Sigurbjörg Jóhannsdóttir

32

70,6

01:22:41

Stefán Már Möller

31

72,8

01:32:08

Borghildur Valgeirsdóttir

39

70,7

01:23:17

Stefán Karl Sævarsson

36

70,5

01:33:42

Hildur Aðalsteinsdóttir

36

Karlar 40 - 49 ára

Konur 40 - 49 ára

76,7

01:20:46

Geir Ómarsson

44

77,7

01:26:50

Anna Berglind Pálmadóttir

40

73,7

01:22:37

Jón Ingi Árnason

42

77,5

01:27:37

Rúna Egilsdóttir

41

74,2

01:22:49

Páll Jóhannesson

43

75,9

01:30:52

Hulda Guðný Kjartansdóttir

43

Karlar 50 - 59 ára

Konur 50 - 59 ára

82,2

01:22:05

Þorlákur Jónsson

54

82,9

01:35:09

Þuríður Guðmundsdóttir

55

80,2

01:24:10

Ingólfur Heiðar Gíslason

54

78,9

01:37:25

Guðrún Harðardóttir

53

80,9

01:26:34

Helgi Sigurðsson

58

82,6

01:39:14

Ólöf Lilja Sigurðardóttir

58

Karlar 60 - 69 ára

Konur 60 - 69 ára

76,2

01:35:26

Stefán Gíslason

62

77,8

01:51:16

Rósa Friðriksdóttir

62

72,6

01:38:16

Hálfdán Daðason

60

82,4

01:51:17

Signý Einarsdóttir

66

71,9

01:39:16

Karl Jón Hirst

60

79,3

01:53:51

Anna Sigrún Björnsdóttir

65

Karlar 70 - 79 ára

Konur 70 - 79 ára

71,1

01:53:31

Björn Magnússon

72

77,5

02:07:44

Lilja Ágústa Guðmundsdóttir

71

53,7

02:26:50

Jón Barðason

70

76,2

02:07:50

Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir

70

52,6

02:31:32

Egill Þórir Einarsson

71

70,6

02:20:14

Margrét Jónsdóttir

71

Í karlaflokki reiknast árangur Hlyns Andréssonar áfram besta afrekið þegar tekið hefur verið tillit til aldurs. Hans tími er 85,9% af áætluðu heimsmeti 26 ára karla. Annað besta afrekið vann Þorlákur Jónsson með 82,2% af heimsmeti 54 ára karla og þriðja besta afrekið átti Helgi Sigurðsson með 80,9% af heimsmeti 58 ára karla. Í kvennaflokki breytist röð keppenda hins vegar nokkuð þegar þessi útreikningur er notaður. Andrea Kolbeinsdóttir sem var fyrst íslenskra kvenna í mark á fjórða besta árangurinn þegar tekið hefur verið tillit til aldurs. Hennar tími reiknast sem 81% af heimsmeti 20 ára kvenna. Fyrir ofan hana eru þrár konur sem allar eru konar yfir fimmtugt. Á toppnum er Þuríður Guðmundsdóttir með 82,9% af áætluðu heimsmeti í hálfmaraþoni 55 ára kvenna, í öðru sæti er Ólöf Lilja Sigurðardóttir með 82,6% af heimsmeti 58 ára kvenna og í þriðja sæti er Signý Einarsdóttir með 82,4% af heimsmeti 66 ára kvenna.

Í töflu 4 má sjá tölur þriggja fyrstu einstaklinga í öllum aldursflokkum í 10 km hlaupi.

Tafla 4. Prósent af reiknuðu heimsmeti jafnaldra í 10 km hlaupi.

Karlar 12 - 15 ára

Konur 12 - 15 ára

70,0

00:40:18

Birkir Bóas Davíðsson

14

76,8

00:44:29

Jónína Linnet

12

67,6

00:40:54

Bjarki Birkisson

15

70,9

00:47:08

Hekla Sturlaugsdóttir

13

68,6

00:41:07

Jökull Hjaltason

14

67,6

00:48:22

Erika Líf Káradóttir

14

Karlar 16 - 18 ára

Konur 16 - 18 ára

78,7

00:33:58

Hlynur Ólason

18

73,5

00:41:44

Sólrún Soffía Arnardóttir

18

72,8

00:37:02

Emil Örn Aðalsteinsson

17

72,4

00:42:57

Iðunn Björg Arnaldsdóttir

17

70,3

00:38:46

Jökull Bjarkason

16

67,1

00:45:44

Katla Rut Robertsdóttir Kluvers

18

Karlar 19 - 29 ára

Konur 19 - 29 ára

74,7

00:35:46

Valur Elli Valsson

21

79,0

00:38:25

Helga Margrét Þorsteinsdóttir

28

74,6

00:35:49

Birkir Einar Gunnlaugsson

24

74,4

00:40:47

Anna Karen Jónsdóttir

21

73,3

00:36:28

Daði Arnarson

20

73,5

00:41:15

Elísa Kristinsdóttir

25

Karlar 30 - 39 ára

Konur 30 - 39 ára

76,5

00:35:03

Vilhjálmur Þór Svansson

33

84,5

00:35:54

Elín Edda Sigurðardóttir

30

72,0

00:37:34

Einar Hjörvar Benediktsson

36

81,4

00:37:17

Arndís Ýr Hafþórsdóttir

31

70,7

00:38:02

Andrés Þorleifsson

34

76,8

00:39:37

Sigríður Sigurgísladóttir

33

Karlar 40 - 49 ára

Konur 40 - 49 ára

83,1

00:34:07

Þórólfur Ingi Þórsson

43

86,4

00:39:13

Fríða Rún Þórðardóttir

49

82,9

00:35:21

Reimar Snæfells Pétursson

47

72,5

00:43:04

Elísabet Birgisdóttir

40

70,1

00:40:28

Ágúst Ævar Gunnarsson

43

72,4

00:43:42

Þóra Gísladóttir

42

Karlar 50 - 59 ára

Konur 50 - 59 ára

78,1

00:38:29

Arnar Karlsson

50

76,5

00:47:37

Björg Árnadóttir

55

80,8

00:38:50

Víðir Þór Magnússon

55

76,2

00:44:59

Ingibjörg Jónsdóttir

50

77,8

00:39:36

Guðmundur Guðnason

50

70,8

00:49:01

Bára Agnes Ketilsdóttir

51

Karlar 60 - 69 ára

Konur 60 - 69 ára

79,8

00:41:06

Kristinn Guðmundsson

60

72,8

00:54:52

Guðrún Geirsdóttir

62

80,7

00:42:12

Sumarliði Óskarsson

64

70,8

00:54:55

Kristín Magnúsdóttir

60

74,3

00:44:33

Kolbeinn Bjarnason

61

67,8

00:57:21

Berglind Hulda Hilmarsdóttir

60

Karlar 70 - 79 ára

Konur 70 - 79 ára

80,7

00:45:18

Jóhann Karlsson

71

65,0

01:10:15

Sigrún Richter

71

72,3

00:52:44

Jóhann Heiðar Jóhannsson

74

62,5

01:13:03

Ragna María Ragnarsdóttir

71

66,1

00:56:02

Vöggur Clausen Magnússon

72

67,3

01:16:16

Ágústa G Sigfúsdóttir

78

Karlar 80 - 89 ára

Konur 80 - 89 ára

55,6

01:17:13

Ingólfur Sveinsson

80

57,5

01:43:10

Jóhanna J Edwald

84

49,0

01:27:28

BjörnMatthíasson

80

53,2

01:27:19

Hafsteinn Sæmundsson

83

Í 10 km hlaupinu breytist röð keppenda nokkuð þegar þessi mælikvarði er notaður á árangur. Ungu karlarnir í toppsætunum hrapa niður listann en þeir eldri halda sæti sínu eða færast upp á við. Þórólfur Ingi Þórsson á besta árangurinn 83,1% af áætluðu heimsmeti 43 ára karla, á hæla honum kemur Reimar Snæfells Pétursson með 82,9% af heimsmeti 47 ára karla og í þriðja sæti er Víðir Þór Magnússon með 80,8% af heimsmeti 55 ára karla. Í kvennaflokki verður minni breyting. Fríða Rún Þórðardóttir færist þó upp fyrir Elínu Eddu Sigurðardóttur og Arndísi Ýr Hafþórsdóttur. Hennar tími reiknast 86,4% af áætluðu heimsmeti 49 ára kvenna, tími Elínar Eddu 84,5% af heimsmeti 30 ára kvenna og tími Arndísar 81,4% af heimsmeti 31 árs kvenna.

Að lokum er áhugavert að taka saman árangur í mismunandi vegalengdum og skoða hvaða einstaklingar teljast hafa náð bestum árangri. Þegar horft er á prósentutölurnar fyrir hverja vegalengd kemur ekki fram sami munur á karla og kvennakeppninni og þegar IAAF stigin eru borin saman. Í maraþoni lítur þó út fyrir að karlarnir séu heldur sterkari en konurnar því ellefu karlar ná yfir 70% af áætluðu heimsmeti síns aldurs en aðeins þrjár konur. Í hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er árangur karla og kvenna hins vegar mjög sambærilegur og svipaður fjöldi keppenda nær yfir 70% markið. Ólíkt því sem IAAF stigin gáfu til kynna er kvennakeppnin því ekki sterkari þegar tekið hefur verið tillit til aldurs keppenda.

Í töflu 5 má sjá 10 stigahæstu einstaklingana þegar prósentur af áætluðu heimsmeti jafnaldra eru notaðar sem mælikvarði á árangur.

Tafla 5. Tíu bestu afrekin í Reykjavíkurmaraþoni 2019 að teknu tilliti til aldurs.

% af heimsmeti

Nafn

Aldur

Vegalengd

Tími

86,4

Fríða Rún Þórðardóttir

49

10 km

00:39:13

85,9

Arnar Pétursson

28

Maraþon

02:23:07

85,9

Hlynur Andrésson

26

Hálfmaraþon

01:07:58

84,5

Elín Edda Sigurðardóttir

30

10 km

00:35:54

83,1

Þórólfur Ingi Þórsson

43

10 km

00:34:07

82,9

Reimar Snæfells Pétursson

47

10 km

00:35:21

82,9

Þuríður Guðmundsdóttir

55

Hálfmaraþon

01:35:09

82,6

Ólöf Lilja Sigurðardóttir

58

Hálfmaraþon

01:39:14

82,4

Signý Einarsdóttir

66

Hálfmaraþon

01:51:17

82,2

Þorlákur Jónsson

54

Hálfmaraþon

01:22:05

Af þessum útreikningum að dæma er Fríða Rún Þórðardóttir sigurvegari Reykjavíkurmaraþons 2019 þegar tekið hefur verið tillit til aldurs keppenda. Arnar Pétursson og Hlynur Andrésson eiga annað besta afrekið og Elín Edda Sigurðardóttir það þriðja besta.

Lokaorð
Sú samantekt sem hér hefur verið birt er fyrst og fremst til gamans gerð og ekki er um hávísindalega úttekt að ræða. Tilgangurinn er fyrst og fremst að varpa ljósi á það að árangur er á vissan hátt afstæður. Þeir sem keppa í hlaupum bera sig eðlilega saman við aðra keppendur og meta stöðu sína og þar getur skipt máli hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð. Það er þekkt úr íþróttum barna að börn sem eru fædd seint á árinu og/eða seinþroska missa oft áhuga á íþróttum því þau standast ekki samanburðinn við þau börn sem eru fædd fyrr á árinu og/eða eru bráðþroska. Mér finnst ég sjá svipað mynstur í brottfalli eldri iðkenda og þá sér í lagi þeirra sem hafa skarað fram úr á yngri árum. Þeir missa oft áhugann á íþróttinni eða hætta að keppa þegar þeir hætta að bæta sig. Margir þeirra eru samt enn í toppstandi ef tekið er tillit til aldurs. Metnaðarfullir hlauparar ættu því ekki að leggja árar í bát þegar aðeins fer að hægja á þeim heldur velja sér ný viðmið til að meta stöðu sína.

Rannveig Oddsdóttir er pistlahöfundur á hlaup.is.