Íslenska formið á maraþonhlaupi ?

birt 06. mars 2005

Ég gat því miður ekki hlaupið í afmælishlaupi Péturs núna á laugardaginn, en mætti til að óska honum tl hamingju með afmælið, hitta aðra hlaupara og taka myndir. Hlaupnir voru ca. 2,5 km hringir 17 sinnum, annað hvort af einum hlaupara eða sem sveitakeppni. Búið var að koma upp tjaldi við kaffihúsið Nauthól, stilla upp Championchip mottum og gera klárt fyrir hlaupið. Ég stóð þarna 2-3 hringi og fylgdist með og það var þessi fína stemmning við markið. Fullt af fólki og miklir möguleikar á hvatningu, þó þeir hafi verið vannýttir í þetta skiptið, kannski vegna eðlis hlaupsins.

Ég fór þá að velta fyrir mér hvort þarna væri ekki komin íslenska leiðin í maraþoninu. Stemmningin í Reykjavíkurmaraþoninu dugar fyrstu 10 km og svo eru menn komnir í frekar einmanalegan túr um stíga og götur Reykjavíkur. Ég sé fyrir mér hljómsveitir, mannfjölda, hvatningu og skemmtilegheit, allt með því að stilla maraþoninu upp á þennan hátt ? Hægt væri hugsanlega að fækka eitthvað hringjum en með því að hugsanlega hafa eitt svona alvöru löglegt hringa-skemmtimaraþon á ári væri hugsanlegt að laða að meira af nýju fólki og fá athygli. Er þetta eitthvað sem gæti gengið upp ??

Viltu tjá þig um þetta málefni. Farðu á spjallþráðinn um þetta efni.