Mýrdalshlaupið 2024 - Myndir, vídeó og úrslit

uppfært 30. maí 2024

Mýrdalshlaupið fór fram laugardaginn 25. maí. Boðið var upp á 3 km skemmtiskokk ásamt 10 km og 21 km hlaupi með góðri hækkun. Sérstaklega er 21 km hlaupið mjög krefjandi. Að þessu sinni þurfti að breyta brautinni í 21 km hlaupinu, þar sem rigning og þoka var í hlaupinu. Brautin var stytt um ca. 1 km og tekin var út 200 m hækkun, allt með öryggi hlaupara í huga. Hafa ber það í huga þegar tímar eru bornir saman við tíma fyrri ára.

Hlaup.is var á staðnum og tók vídeó af hlaupurum í brekkunni upp á Reynisfjall, eða eftir 1 km þar sem aðstæður upp á Reynisfjalli buðu ekki upp á myndatöku vegna þoku og rigningar. Vídeóin má sjá hér fyrir neðan. Við tókum einnig myndir af hlaupurunum á sömu stöðum sem eru birtar á hlaup.is. Vissir þú að með því að skrá þig inn á Mínar síður hlaup.is með rafrænum skilríkjum, þá getur þú merkt allar myndir af þér og safnað á prófílinn þinn?

Úrslitin eru einnig á hlaup.is og þú getur gefið hlaupinu einkunn ef þú ert innskráður.

Guðni forseti kynnir hlaupið

Hlauparar leggja af stað

Hlauparar eftir 1 km

Svipmyndir fá 19 km - Fyrstu hlauparar

Viðtal við Sigurjón Erni og Þórólf Inga

Viðtal við Sonju Sif Jóhannsdóttur

Viðtal við Þórólf Inga Þórsson