Þátttökugjald

  • 16 km5.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir16 km
  • Dagsetning17. júlí 2021

7 Tindar á Heimaey er viðburður sem er ár hvert í Vestmannaeyjum. Í ár verða 7 Tindar á Heimaey laugardaginn 17. júlí og hefst kl 12:00.

Hlaupa/gönguleið

Hlaupið/gangan hefst við Stórhöfða kl. 12:00, nánar tiltekið við fuglaskoðunarhúsið.

Farið eru alls 7 tinda: Stórhöfða, Sæfjall, Eldfell, Helgafell, Heimaklett, HÁ HÁ og Dalfjall/eggjar. Alls eru þetta um 18 km og tekur um það bil þrjá til fimm klukkutíma að ganga/skokka/hlaupa leiðina en það fer allt eftir því hvernig þú vilt tækla Tindana sjö.

Skipt er í þrjá hópa, byrjendur, rösklega og hratt. Allir finna sinn hraða. Við mælum með að fólk nesti sig upp og njóti Vestmannaeyja í þessari skemmtilegu göngu.

Útbúnaður fyrir þessa veislu er góðir utanvegarskór og hlaupadressið ef þú ætlar þér að hlaupa, annars gönguskór og hlífðarfatnaður við hæfi veðurs.

Skráning

Skráning er hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Hámarksfjöldi í hlaupið/gönguna er 100 manns. Upplýsingar um hvar á að sækja keppnisgögn verða settar inn síðar.

Skráning er opin til kl. 20 föstudaginn 16. júlí hér á hlaup.is.

Nánari upplýsingar

Ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við hlauphaldara á Facebooksíðu hlaupsins "7 Tindar á Heimaey" eða með því að senda póst á leturstofan@leturstofan.is.