Þátttökugjald

  • 5 km1.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km
  • Dagsetning1. október 2020

Í tilefni á 10 ára afmæli alþjóðlegu rathlaupakeppninnar ICE-O þá ætlar Rathlaupafélagið Hekla að bjóða upp á keppni fyrir byrjendur í rathlaupi. Allir eru velkomnir að taka þátt, eina skilyrðið er að hafa ekki keppt áður á ICE-O. Ekki er nauðsynlegt að hafa prófað rathlaup áður, en hægt er að sjá nánari upplýsingar á www.rathlaup.is.

Rathlaupa keppni er nokkuð Covid örugg þar sem keppendur eru ekki ræstir á sama tíma og hlaupa ekki saman. Jafnframt verður passað vel upp á allar smitvarnir á staðnum.

Hægt er að fá meiri upplýsingar hvað rathlaup er hér "Hvað er rathlaup", en einnig er hægt að finna frekari upplýsingar á heimasíðu rathlaupafélagsins Heklu, www.rathlaup.is.

Tímasetning og staðsetning

Hlaupið hefst kl. 18:00 og er mæting að Þorláksgeisla 51. Gott er að mæta 15-30 mínútum áður.

Vegalengd

Boðið verður upp eina vegalengd sem er um 5 km.

Hlaupasvæðið

Hlaupabrautin verður á svæðinu milli Reynisvatns og Rauðavatns. Brautin verður auðveld og stöðvarnar verða á stígum eða nálægt þeim. En eins og í öllu rathlaupi þá getur vegalengdin sem þátttakendur hlaupa orðið lengri en uppgefin vegalengd.

Skráning og þátttökugjald

Hægt er að skrá sig hér á hlaup.is, sjá skráningarlink efst á síðunni, og verðið er 1.000 kr. Hægt verður að skrá sig á staðnum en þá hækkar gjaldið um 500 kr.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti í karla og kvennaflokki