1. alþjóðlega maraþonið í þágu friðar í Kigali/Rúanda

birt 15. janúar 2005

Ellefu árum eftir hið hræðilega þjóðarmorð í Rúanda 1994, sem kostaði nærri milljón manns lífið, fer fyrsta alþjóðlega maraþonhlaupið í þágu friðar fram þann 15. maí 2005 í Kígalí, sem er höfuðborg þessa litla Afríkuríkis.  Innan ramma verkefnisins Konur vinna að friði hefur Evrópusamband Soroptimista*, í samvinnu við Soroptimista í Rúanda og undir vernd og með aðstoð stjórnvalda þar, skipulagt fyrsta friðarmaraþonið.  Friðarmaraþoninu er ætlað að efla ferli það sem stuðlar að sáttum og skilningi, ekki aðeins meðal fólksins í Rúanda, heldur einnig meðal allra Afríkubúa og alls fólks hvarvetna í heiminum. Verndari atburðarins er Paul Kagame, forseti Rúanda.

9 daga pakkaferð 10.18. maí 2005 kostar frá 1.289,-

Innifalið í verðinu er flug með KLM frá Frankfurt, gisting 5 nætur á 3ja stjörnu hóteli, skoðunarferð um Kigali, hátíðarkvöldverður þegar verðlaunaafhending fer fram á hlaupadegi, ferð annaðhvort í Akagera National Park eða á górilluslóðir þar sem gist verður 1 nótt.

Ferðaskrifstofa sú er sér um ferðir til Rúanda er:
TopTrailTours, c/o Michael Schläbitz, Reisebüro G-Tours
50667 Köln, Schwalbengasse 46
Sími: 0221/2708960 + 9258910 / Fax: 0221/2708962
Netfang: TopTrailTours@t-online.de

Á heimasíðu þeirra www.TopTrailTours.de er hægt að fá upplýsingar um hinar ýmsu skoðunarferðir og aðra gistimöguleika.

Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Karlsdóttir, sími 690 4500, tölvunetfang hafdis@in.is

*Soroptimist International (SI) eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba, sem ná yfir heimsbyggð alla.  Samtökin sameina dugandi konur úr öllum starfsgreinum til þess að vinna að góðvild, skilningi og friði meðal þjóða.   Félagar eru nú um 92.000 í 3200 klúbbum í 124 löndum alls staðar í heiminum.  Á Íslandi eru 465 konur Soroptimistar í 16 klúbbum vítt og breitt um landið.