birt 29. júní 2004

Fimmtudagskvöldið 1.júlí kl. 20 verður haldið 3000m hlaup í Kaplakrika á vegum Framfara, hollvinafélags millivegalengda- og langhlaupara.   Hlaupið er hluti af Innanfélagsmóti FH og Framfara og er það liður í þeirri viðleitni Framfara að brúa bilið milli brautar- og götuhlaupara með því að hvetja götuhlaupara til aukinnar þátttöku í brautarhlaupum.  Vegalengdin, 3000m, þykir hæfileg fyrir götuhlaupara til að stíga sín fyrstu keppnisspor á brautinni og er í raun hin ákjósanlegasta hraðaæfing fyrir keppni í 10km, hálfu og heilu maraþoni.

Aðrar keppnisgreinar á mótinu eru sleggjukast kvenna og spjótkast karla og er ábyrgðarmaður mótsins Sigurður Haraldsson.

Tímaseðill

  • Kl. 20:00 3000m hlaup kvenna
  • Kl. 20:20 3000m hlaup karla
  • Kl. 20:40 Sleggjukast kvenna
  • Kl. 21:00 Spjótkast karla

Þátttaka í mótinu er ókeypis og fer skráning fram með tölvupósti til Björns Margeirssonar (bjornm@hi.is) eða á staðnum til kl. 19:45.

3000m hlaupið

Flokkaskipting (miðað er við afmælisdag):

  • 39 ára og yngri karlar
  • 39 ára og yngri konur
  • 40 49 ára karlar
  • 40 49 ára konur
  • 50 ára og eldri karlar
  • 50 ára og eldri konur

Verðlaun

  • 1 skópar frá ASICS til besta karls
  • 1 skópar frá ASICS til bestu konu
  • Verðlaunapeningar og Afrekaskrá lengri hlaupa eftir Sigurð Pétur Sigmundsson til þriggja efstu í hverjum flokki

Vonast er eftir góðri þátttöku hlaupara af öllum getustigum!
Hægt verður að kaupa myndskreytta afrekaskrá lengri hlaupa (höf. Sigurður Pétur Sigmundsson) á staðnum.  Verð: 2500 kr.

F.h. stjórnar Framfara,
Björn Margeirsson