birt 21. maí 2004

Umsjónarmaður Hlaupasíðunnar rakst á bækling frá Intersport, þar sem verið var að auglýsa tilboð á hlaupaskóm. Þrennir Asics hlaupaskór voru auglýstir, Kayano X, Gel-1090 og DS Trainer IX. Því miður virðist þekking þessa söluaðila vera af skornum skammti, því þar er Gel 1090 skórinn auglýstur sem Motion Control skór (innanfótarstyrktur) og DS Trainer skórinn auglýstur sem utanvega skór.

Gel 1090 skórinn er stöðugleika skór, sem hentar þyngri hlaupurum eða þeim sem eru með aðeins of mikinn innhalla. DS Trainerinn er léttur æfingaskór og ekki hugsaður fyrir "off-road" hlaup. Lýsingin í bæklingnum er því röng á tveim af þremur skóm.

Því miður er það alltof algengt að hlauparar fái rangar upplýsingar í bæklingum eða hjá starfsfólki verslana, sem oft getur leitt til meiðsla vegna kaupa á röngum skóm. Þið getið kynnt ykkur allt um hlaupalag og hvernig skó þú átt að kaupa þér, með því að skoða Fróðleik Hlaupsíðunnar eða með því að lesa um skóna í verslun Hlaupasíðunnar.