Áheitahlaup frá Sauðárkróki til Reykjavíkur

birt 09. apríl 2004

Nokkrir hlauparar ætla að hlaupa frá Sauðárkróki til Reykjavíkur (að Laugardalsvelli) um næstu helgi. Lagt verður af stað á föstudag um hádegi og stefnt er að því að koma á Laugardalsvöllinn fyrir hádegi á laugardaginn. Samtals er um 300 km hlaup að ræða, sem verður hlaupið sem boðhlaup. Tilefnið er söfnun fyrir æfingaferð sem við erum að fara, frjálsíþróttafólk í UMSS og UMSE. Farið verður til Bandaríkjanna um páskana.

Þeir sem vilja e.t.v. brydda upp á nýjungum á æfingunni sinni á
laugardaginn ættu að fara upp á Kjalarnes á laugardagsmorguninn og hlaupa
með hlaupurunum. Þeir vilja gjarnan sjá aðra hlaupara með sér á lokaáfanganum.

Ef einhver vill heita á frjálsíþróttafólkið og styrkja það, þá endilega hafi sá hinn sami samband við Svein Margeirsson; sveinnm@hi.is. Áheitin geta verið í formi fastrar upphæðar t.d. 1.000 kr til 2.500 kr eða meira eða í formi kr/km t.d. 5, 10 eða 15 kr/km. Hægt er að leggja inn á reikning 0513-26-007814 kt:140378-5699) og setja þá skýringu: áheit eða e-ð í þá veru.

Áheitahlaupið gekk vel.

Hlaupið gekk vonum framar, enda var frjálsíþróttafólkið mjög heppið með veður. M.a. fengu þau logn undir Hafnarfjallinu, sem gerist nú ekki á hverjum degi. Þau hlupu leiðina á 22 klst og 45 mín sem er frábær árangur. Þetta reiknast út á 13.2 km/klst hraða eða rétt yfir 4:30 tempó. Þetta var einnig hlaupið í fyrra, en nú var tíminn bættur um 1 klst !

Áheitasafnanir gengu einnig vel. Frjálsíþróttamennirnir fljúga svo til Bandaríkjanna á föstudaginn og birtast örugglega í enn betra formi í hlaupum og mótum í vor. VIð óskum þeim góðs gengis í æfingabúðunum !