birt 10. apríl 2004

Paul Tergat (34) frá Kenýa skráði nafn sitt í sögubækurnar með því að verða fyrsti maðurinn sem hleypur maraþon undir 2.05. Þetta gerði hann í Berlínarmaraþoni sem fram fór í dag sunnudaginn 28. september og var tíminn hans 2:04:55. Þar með bætti hann met Khalid Khanouchi 2:05:38 um 43 sekúndur, en það met var sett í London í fyrra. Þá var Tergat í öðru sæti á 2:05:48. Frá upphafi hlaups var tempóið stillt þannig að heimsmet gæti fallið og það var síðan annar Kenýamaður Sammy Korir, sem náði að fylgja fast á hæla Tergats og koma í mark á aðeins 1 sekúndu lakari tíma.

Það voru fleiri met sett í Berlínarmaraþoni þetta skiptið, en Mexikóinn Andres Espinosa setti met í masters flokki 40 ára og eldri á 2:08:46 og kom fjórði í mark. Það er greinilegt að brautin í í Berlínarmaraþoninu er vel fallin til tímabætingar, enda þekkt sem sérlega hröð og slétt. Nokkrir Íslendingar tóku þátt í Berlínarmaraþoninu.

Röð fyrstu 10 manna var sem hér segir:

Karlar
1 Paul TERGAT KENYA 2.04.55 HEIMSMET
2 Sammy KORIR KENYA 2.04.56
3 Titus MUNJI KENYA 2.06.15
4 Andres ESPINOSA MEXICO 2.08.46 WORLD MASTERS MET
5 Raymond KIPKOECH KENYA 2.09.22
6 Kazuhira MATSUDA JAPAN 2.09.50
7 Kurao UMEKI JAPAN 2.09.52
8 Andre RAMOS BRAZIL 2.09.59
9 Makhosonke FIKA S AFRICA 2.10.16
10 Javier CABALLERO SPAIN 2.10.44

Heimild: berlin-marathon.com