Bók um undirbúning fyrir New York maraþon

birt 31. maí 2004

Toby Tanser, sem margir hlauparar þekkja frá árum áður, þegar hann bjó hér á Íslandi og keppti hér í mörgum hlaupum skrifaði bók um undirbúning fyrir New York maraþon. Bókin heitir "The Essential Guide to Running the New York City Marathon" og gefur gott yfirlit yfir allt sem snýr að því að taka þátt í hlaupinu og dvelja í New York til þess að taka þátt í hlaupinu. Einnig er í bókinni að finna ýmsan almennan fróðleik um þjálfun og fleira tengt hlaupum. Hlaupasíðan mælir með þessari bók.

Toby skrifaði einnig bókina "Train Hard, Win Easy: The Kenyan Way", sem var til sölu í verslun Hlaupasíðunnar um nokkurt skeið. Sú bók varð til eftir að Toby hafði dvalið í nær heilt ár í Kenya, þar sem hann æfði með innfæddum og kynnti sér hvernig þeir náðu árangri.