Brautarmet og yfir hundrað manns í Volcano Trail Run

uppfært 25. ágúst 2020

Þórsmerkurhlaupið, Volcano Trail Run var haldið í sjötta sinn laugardaginn 14. september. Hlaupið er haldið af Volcano Huts sem reka gisti og veitingaþjónustu í Húsadal í Þórsmörk.  

Volcano Trail
Úr Volcano Trail.

Þórsmerkurhlaupið hefur verið valið eitt af bestu utanvegahlaupum landsins en hlaupaleiðin er um 12 kílómetrar og liggur frá Húsadal eftir einhverjum fallegustu göngu- og hlaupaleiðum landsins, upp að rótum Rjúpnafells, umhverfis Tindfjöll, yfir Valahnúk og endar svo aftur í Húsadal. Yfir 100 keppendur voru skráðir til leiks.

Brautarmet voru slegin bæði í karla og kvennaflokki að þessu sinni þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna veðurs á köflum. Úrslit í hlaupinu voru þessi 

Karlar
1. Guðni Páll Pálsson 01:05:01 - BRAUTARMET
2. Hlynur Guðmundsson 01:10:46
3. Pascal den Hartog 01:15:10

Konur
1. Astrid Olafsdottir 01:26:58 - BRAUTARMET
2. Harpa Dröfn Georgsdóttir 01:32:26
3. Kathryn Neubauer 01:38:35

Nánari upplýsingar um hlaupið má nálgast á vef Volcano Huts.

Úrslit með tímum allra keppenda sem luku keppni má finna hér á hlaup.is.