uppfært 02. september 2021

Brúarhlaupinu á Selfossi var frestað um mánuð í byrjun ágúst vegna Covid. Eftir vandlega skoðun og íhugun hefur verið ákveðið að fella niður Brúarhlaup Selfoss árið 2021. Hlauphaldarar telja að ekki sé ráðlegt að halda viðburði sem má sleppa og eru ekki lífsnauðsynlegir eins og ástandið er í þjóðfélaginu vegna Covid-19.

Hlauphaldarar vona að allir virði þessa ákvörðun og að vonandi verði hægt að halda og taka þátt í Brúarhlaupinu á næsta ári.