uppfært 03. nóvember 2020

Flandrasprettinum sem átti að vera þriðjudaginn 17. nóvember nk. er hér með aflýst, þar sem ljóst er að ekki er hægt að framkvæma sprettinn innan þeirra ströngu samkomutakmarkana sem taka gildi í nótt og gilda til og með 17. nóvember. Jafnframt er reglubundnum hlaupaæfingum frestað enn um sinn. Ákvörðun um framhaldið verður í fyrsta lagi tekin eftir 17. nóvember.

Eftir sem áður hvetur aðalyfirstjórn Flandra alla Flandrara og Flandravini til að huga vel að eigin líkama og sál, m.a. með því að stunda regluleg hlaup og aðra líkamsrækt, gjarnan í stærstu líkamsræktarstöð í heimi sem staðsett er fyrir utan dyrnar okkar. Útivist og hreyfing eru jafnvel enn mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Um leið er hvatt til að fylgt sé öllum leiðbeiningum yfirvalda um sóttvarnir á hverjum tíma.

Mynd: Á meðfylgjandi mynd sjást Flandrarar á góðri stund.