Framlenging á skráningartíma í Laugavegshlaupið 2023 - Viðtal við Silju hjá ÍBR

uppfært 10. nóvember 2022

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningu í Laugavegshlaupið til 16. nóvember (eða styttra ef miðar seljast upp). Nú geta allir hlauparar sem hafa náð 370 ITRA stigum fengið aðgang í hlaupið þar til verður uppselt.

Skráningu átti að ljúka í daga fimmtudaginn 10. nóvember en vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið sem ITRA stig eru látin ráða í skráningunni og hlauparar, íslenskir sem erlendir eru aðeins óöruggir með ferlið, þá var ákveðið að framlengja tímann.

Við ræddum við Silju Úlfarsdóttir hjá ÍBR og spurðum hana út í þessar framlengingu og hún skýrði líka út af hverju verið væri að gera 370 ITRA stig sem kröfu. Hún hvatti líka alla hlaupara sem ekki eru með skráð ITRA stig til að taka þátt í eitthvað af þeim hlaupum næsta sumar sem gefa ITRA stig  (sjá lista hér fyrir neðan) og koma svo sterkir að ári (2024) í Laugavegshlaupið.

  • Austur Ultra
  • Dyrfjallahlaupið
  • Eldslóðin
  • Fimmvörðuhálshlaupið
  • Hengill Ultra
  • Hólmsheiðarhlaupið
  • Hvítasunnuhlaupið
  • Laugavegshlaupið
  • Mt. Esja Ultra
  • Mýrdalshlaupið
  • Pósthlaupið
  • Súlur Vertical
  • Tindahlaupið
  • Trékyllisheiðarhlaupið
  • Þorvaldsdalsskokkið