Frásögn og myndir úr Þingvallavatnshlaupi 2004

birt 09. maí 2004

Þingvallavatnshlaup fór fram í sjöunda sinn þann 1. maí 2004. Þrír hlauparar hófu hlaupið og hlupu saman alla leið. Svanur Bragason hljóp í sjötta sinn og í fyrsta sinn hlupu þeir Gunnlaugur A. Júlíusson og Pétur Reimarsson. Alls hafa nú 10 manns hlaupið Þingvallavatnshlaup og Svanur, Ágúst Kvaran og Sigurður Gunnsteinsson hafa hlaupið oftast og jafn oft.

Sú hefð hefur skapast að jafnan er hlaupin heldur lengri leið en í síðasta hlaupi og að þessu sinni var vegalengdin 74,2 km. Auk hefðbundinnar leiðar um veginn umhverfis vatnið var hlaupið umhverfis Bíldsfell en nánar má sjá þetta á meðfylgjandi korti. Þannig var hlaupið nú 4,2 km lengra en fyrir tveimur árum. Vegalengdir eru sem hér segir: Grænt 12,9 km, blátt 19,3 km, gult 16,8 km og bleikt 25,2 km.

Veðrið var gott: Hitinn hækkaði úr +3°C í um 7°C á leiðinni.  NV átt var allt að 9 m/s en lægði heldur eftir því sem á leið. Um morguninn voru skúraleiðingar en eftir hádegi skein sólin öðru hvoru. Margt var rætt á leiðinni og sem dæmi má nefna að ein niðurstaðan var sú að Úlfljótsvatn hlyti að vera kennt við Úl landnámsmann sem hefði verið fljótari en aðriri sveitungar hans að hlaupa.

Með fylgja myndir af hlaupurunum bæði fyrir og eftir hlaup.


Gunnlaugur og Svanur