Fréttatilkynning frá Frískum Flóamönnum og Stúdíó Sport

uppfært 18. apríl 2021

Friskir Flóamenn og eigendur verslunarinnar Stúdíó Sport hafa ákveðið að halda Stúdíó Sport hlaupið þann 1. maí nk. þrátt fyrir takmarkandi sóttvarnarreglur.  Af þeim sökum verður framkvæmd hlaupsins með öðru og breyttu sniði en upphaflega var áformað.

Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda krakkahlaupið þar sem fyrirséð að því fylgi meiri hópamyndun en hægt er að leyfa, en í boði verða bæði 5 km og 10 km keppni.  Þeir sem þegar eru búnir að skrá sig eða börn sín í krakkahlaupið munu fá keppnisgjald endurgreitt.  Ekki verður boðið uppá drykkjarstöð í brautinni og ekki verður um skemmtiviðburð að loknu hlaupi við endamark.  Keppendur eru vinsamlega beðnir um að virða sóttvarnarreglur og persónubundnar sóttvarnir og fara eftir fyrirmælum hlaupahaldara við upphaf hlaupsins.  Ræst verður í smærri hópum með hæfilegu tímabili á milli ræsinga.  Nánari útfærsla á framkvæmd hlaupsins verður birt síðar.

Stjórn FF og eigendur Stúdíó Sport