Fréttir af HÁSurum í Óðinsvé í Danmörku

birt 19. október 2004

Loksins tókst gamla manninum , Eyjólfi Guðmundssyni, að bæta sig aðeins í Óðinsvéum um síðustu helgi, nánar sunnudaginn 10. október. Notaði ostaskerarann við að taka af gamla metinu eina mínútu og kom í mark nokkuð brattur á tímanum 3:44:36, jibbí !!

Aðstæður voru góðar í þessu 15. maraþoni Eyjólfs, logn og talsverð sól og hiti kringum 12 gráður. Eyjólfur hélt nokkuð jöfnum hraða, km-hraði 5:15 til 5:20 og hélt það út allan tímann. Hægt er að mæla með þessu hlaupi, góð braut og fín stemmning, en um 2500 manns hlupu heilt maraþon.

Einnig var línuskautahlaup og hjólastólaspíttkeppni sem var ræst 1/2 tíma fyrir sjálft maraþonið sem kennt er við H.C.Andersen.