Fyrirlestur Framfara - Þjálfun 800m hlaupara, skór og innlegg

birt 10. apríl 2004

Fyrsti fræðslufyrirlestur Framfara á árinu verður haldinn fimmtudagskvöldið 29. janúar kl. 20 í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum. Erlingur Jóhannsson Íslandsmethafi í 800m hlaupi verður aðalfyrirlesari kvöldsins og fjallar hann um þjálfun 800m hlaupara. Hann tekur ítarleg dæmi um æfingar og æfingaprógröm sem hann fylgdi áður en metið varð að veruleika og nýtir menntun sína sem lífeðlisfræðingur til að útskýra ýmislegt í sambandi við þjálfunina.

Fyrirlesturinn ætti að vekja áhuga ungra og efnilegra millivegalengdahlaupara, áhugasamra þjálfara og annarra áhugamanna um millivegalengdahlaup. Unglingar í Úrvalshópi FRÍ eru sérstaklega hvattir til að mæta!

Um hálftíuleytið tekur svo Lýður Skarphéðinsson frá Össuri við og heldur stutta kynningu á skóm og innleggjum. Frítt er inn fyrir hollvini Framfara (hægt er að gerast hollvinur á staðnum) en 500kr aðgangseyrir fyrir aðra.