birt 13. desember 2004

Undanfarin ár hafa Króksarar verið með Gamlársskokk/göngu og í fyrra voru 112 þátttakendur. Sú vegalengd sem farin er, er ca. 10 km að hámarki en hver og einn snýr við þegar hann hefur fengið nóg. Það er engin opinber tímataka og ekkert kostar að vera með og þetta er öllum opið. Þetta árið verður startað kl. 13:00 við íþróttahúsið og skráning verður frá 12:30 á sama stað. Engin eiginleg verðlaun eru í boði en fullt af úrdráttarverðlaunum.

Hlauparar. Ef þið ætlið að eyða áramótunum í Skagafirði, þá er um að gera að taka með sér hlaupaskóna.