Garmin Forerunner nú til sölu í verslun hlaup.is

birt 15. júlí 2004

Garmin kynnti í vor nýtt tæki sem hannað er fyrir langhlaupara og skokkara og byggir á GPS tækninni. Tækið heitir Forerunner og hefur slegið í gegn hér á landi sem og erlendis.
Hlaupatölvan reiknar nákvæmlega hraða, vegalengd og "tempo" (pace). Einnig er hægt að láta tækið sjálfkrafa merkja við farinn hring, stoppa í pásu og fleira. Í tölvunni er svo sýndar félagi þar sem notandinn slær inn markmið og birtist þá grafíst "félagi" á skjánum sem notandinn þarf að halda í við.

Um tvö tæki er að ræða, Forerunner 101 og 201. Forerunner 101 er einfaldari og notar 2 stk. AAA rafhlöður. Forerunner 201 er með LiIon hleðslurafhlöðu og er tengjanlegt við tölvu. Hægt er að nálgast hugbúnað á heimasíðu Garmin til að lesa úr tækinu og bera þar saman hlaup, skoða feril, línurit og önnur gildi.

Tækið er með armbandsól og fylgir með teygja til að lengja í ólinni svo hún nái um upphandlegg eða utan um fatnað.

Þessi tæki eru nú til sölu í verslun hlaup.is. Sjáið einnig umræðu um tækin á spjallþráðum hlaup.is, þar sem bent er á slóð til að varpa gervihnattamynd yfir hlaupaleiðina sem maður hefur hlaupið. Sérlega skemmtilegt tæki.