Hálf maraþon hjá 70 ára manni á 1:22:23

birt 09. apríl 2004

Þann 21. apríl síðastliðinn var sett nýtt heimsmet í hálfmaraþoni í flokknum 70-74 ára karlar. Það var Kanadamaðurinn Ed Whitlock sem hljóp á 1:22:23. Þetta gerði hann í "The Greater Buffalo Track Club Half-Marathon". Ed, sem er frá Ontario í Kanada, varð 14 í röðinni af 285 sem luku keppni. Jafngildur tími í maraþoni væri ca. 2:52, og geri aðrir betur !!