uppfært 17. nóvember 2020

Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara hefur verið aflýst í ljósi gildandi samkomutakmarkana. Þar með rennur síðasta tækifæri íslenska hlaupasamfélasins til að reyna sig í í hálfu eða heilu maraþoni hér á landi árið 2020 út í sandinn. Vissulega sorgleg niðurstaða en að sjálfsögðu það eina sem hægt er að gera í stöðunni.

Skipuleggjendur Powerade vetrarhlaupanna hafa enn ekki gefið desembehlaupið upp á bátinn en það hlaup verður í það minnsta aldrei með hefðbundnu sniði.

Nú þurfa íslenskir hlauparar að setja undir sig hausinn, æfa vel, jafnvel nýta tækifærið og auka fjölbreytni í æfingum og koma sterkir inn í hlaupaárið 2021 sem vonandi verður blómlegra en 2020.