Heimsmet í maraþonhlaupi karla og kvenna í Chicago maraþoni og Berlínarmaraþoni

uppfært 08. október 2023

Kelvin Kiptum frá Kenýa sló í dag heimsmet karla í maraþoni í Chicago maraþoninu. Hann hljóp brautina á tímanum 2:00:35 og sló þar með met Eliud Kipchoge auðveldlega sem var 2:01:09. Kelvin Kiptum var samt ekki eini maraþonhlauparinn sem naut góðs af hraðri brautinni í Chicago, því Sifan Hassan frá Hollandi sigraði í kvennaflokki á tímanum 2:13:44 og sló þar með brautarmet Brigid Kosgei, 2:14:04

Skemmst er að minnast þegar Tigist Assefa frá Eþíópíu sló heimsmet í maraþonhlaupi kvenna í Berlín þann 24. september síðastliðinn, en hún bætti heimsmetið um meira en tvær mínútur og hljóp á 2:11:53. Assefa, sem setti persónulegu met á síðasta ári, fór hratt af stað í Berlínar hlaupinu og hristi smám saman af sér alla keppinauta og sló met Brigid Kosgei frá Kenýa, 2:14:04 sem sett var árið 2019 í Chicago.

Tigist Assefa
Tigist Assefa kemur í mark í Berlínarmaraþoni

.