Heimsmetstilraun í 10000m og 5000m á braut í beinni útsendingu

uppfært 07. október 2020

"Valencia world record day" er stakur viðburður miðvikudaginn 7. október 2020, sem skipulagður er af hollenska umboðsfyrirtækinu NN Running Team og öðrum aðilum. Keppt verður í mörgum greinum frjálsíþrótta en hápunktur mótsins er heimsmetstilraun Letesenbet Gidey frá Eþíópíu í 5000m hlaupi kvenna á braut og heimsmetstilraun Eþíópíu Úgandamannsins Joshua Cheptegei í 10000m einnig á braut. Gidey reynir að bæta met Tirunesh Dibaba 14:11:15 (Oslo, 2008) og Cheptegei reynir að bæta met Kenenisa Bekele 26:17,53 (Brussel, 2005).

Bæði segjast vera vel undirbúin og búist við að slá metin. Cheptegei hefur fulla trú á því að honum takist að feta í fótspor ekki minni manna en Emile Zatopek, Haile Gebrselassie og Paul Tergat. Töluverður fjöldi frábærra hlaupara mun keppa við þau og einnig munu hérar halda uppi hraðanum fyrri hluta hlaupsins.

Joshuacheptegei B1
Joshua Cheptegei setur met í 5 km götuhlaupi

Cheptegei er ekki óvanur að setja met, því 1. desember 2019 sló hann heimsmet í 10 km götuhlaupi (26:38) og bætti það um 6 sekúndur. Einnig setti hann met í 5 km götuhlaupi þann 16. febrúar á þessu ári og einnig met í 5000 m brautarhlaupi (12:35,36) þann 14. ágúst síðastliðinn, þegar hann sló 16 ára gamalt met Kenenisa Bekele.

Kíktu á Instagramsíðu Cheptegei og sjáðu nokkrar af undirbúningsæfingunum fyrir heimsmetstilraunina.

Hlaupin hefjast á eftirfarandi tímum miðvikudaginn 7. október 2020:

 • 5.000m hlaup kvenna hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma (21:30 CET)
 • 10.000m hlaup karla hefst kl. 19:50 að íslenskum tíma (21:50 CET)

Hægt verður að horfa á heimsmetstilraunirnar á eftirfarandi stöðum:

Til gamans eru hér fyrir neðan eru splittin hjá Kenenisa Bekele þegar hann setti 10000m metið 2005:

 • 1.000 m - 2:39 - 2:39,85
 • 2.000 m - 2:35 - 5:15,63
 • 3.000 m - 2:37 - 7:53,02
 • 4.000 m - 2:37 - 10:29,98
 • 5.000 m - 2:39 - 13:09,19
 • 6.000 m - 2:35 - 15:44,66
 • 7.000 m - 2:39 - 18:23,98
 • 8.000 m - 2:40 - 21:04,63
 • 9.000m - 2:40 - 23:45.09
 • 10.000 m - 2:32 - 26:17,53