uppfært 04. febrúar 2022

Gefðu hlaupum sem þú tókst þátt í á árinu 2021 endurgjöf. Úrslit verða birt um miðjan febrúar og Götuhlaup ársins 2021 og Utanvegahlaup ársins 2021 tilkynnt. Hægt verður að gefa einkunn til miðnættis fimmtudaginn 10. febrúar.

Ef þú gefur hlaupi einkunn átt þú möguleika á að vinna hlaupaskó frá HOKA sem dregnir verða út þegar einkunnagjöf fyrir árið 2021 lýkur.

Hægt er að gefa hlaupinu eina heildareinkunn og síðan hverjum einstökum þætti þess líka. Eftirfarandi þættir eru metnir:

  • Umgjörð/Skipulagning: Er öll umgjörð hlaupsins og skipulag fagmannlegt ?
  • Hlaupaleið: Er hlaupaleiðin góð, skemmtileg, erfið, hindranalaus (þar sem það á við) ?
  • Brautarvarsla/Brautarmerkingar: Eru brautarverðir á öllum stöðum sem hlauparar þurfa að fá ábendingu um leið og sinna sínu hlutverki vel, eru þeir vel sýnilegir ? Eru góðar brautarmerkingar sem tryggja að alltaf er ljóst hvaða leið á að fara ?
  • Drykkjarstöðvar/Veitingar í marki: Eru drykkjarstöðvar, hæfilega margar, auðvelt að komast að þeim, drykkir í lagi ? Eru drykkir eða aðrar veitingar í boði í marki ?
  • Verðlaun: Eru verðlaun vegleg, eru útdráttarverðlaun ?

Hvernig gef ég einkunn?

Einkunnagjöfin er frábrugðin því sem hefur verið undanfarið ár. Bara þeir sem hafa tekið þátt í hlaupinu og tengt úrslitin við sinn prófíl (sínar Mínar síður) geta gefið einkunn. Eftirfarandi eru skrefin sem þarf að taka til að gefa hlaupum endurgjöf (einkunn). Þú getur líka séð leiðbeiningarnar í PDF skjali.

  • Skráðu þig inn á Mínar síður. Þú finnur innskráninguna efst til hægri á vefsíðunni ef þú ert í tölvu eða þá með því að velja valmyndina ef þú ert í síma.
  • Þegar þú skráir þig inn birtist listi af hlaupum sem kerfið tengir við þig en vill fá staðfestingu á (hugsanlega ertu búinn að þessu). Ef þetta eru þín úrslit, þá smellir þú á "Já" hnappinn. Ef ekki þá smellir þú á "Nei" hnappinn.
  • Þegar þú ert búin(n) að tengja öll úrslitin við þig þá er best að endurhlaða síðunni með því að ýta á F5 takkann (Refresh) á lyklaborðinu ef þú ert á tölvu. Annars notar þú endurhleðsluvirkni símans. Þá birtist listi með öllum úrslitunum þínum og í hverju boxi með úrslitum birtist nú möguleiki á að smella á "Endurgjöf". Til að gefa endurgjöf þarf að smella á þennan tengil. Þá opnast endurgjafasíðan.
  • Önnur leið til að gefa endurgjöf er að framkvæma liði 1-2) hér fyrir ofan og skoða svo úrslitin á úrslitasíðu hlaup.is í þeim hlaupum sem þú tókst þátt í, því nú birtist hnappur efst á úrslitasíðunni fyrir hvert hlaup til að gefa endurgjöf.