Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum aflýst

uppfært 25. ágúst 2020

Ákveðið hef­ur verið að af­lýsa hlaupa­hátíð á Vest­fjörðum í ár, en það er gert vegna mjög slæmra veður­skil­yrða og skriðuhættu á keppn­is­svæðum. Í til­kynn­ingu frá keppn­is­höld­ur­um seg­ir að ákvörðunin hafi verið tek­in í sam­ráði við Veður­stof­una.

Stór hluti greina á hlaupa­hátíðinni eru ut­an­vega­hlaup og fjalla­hjól­reiðar og er meðal ann­ars farið svo­kallaða Vest­ur­götu milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar, en þar er mjög stór­grýtt og farið um veg­slóða sem er und­ir fjalls­hlíð.

Frétt af mbl.is