Hlaupasumarið hófst með Vormaraþoninu

uppfært 25. apríl 2021

Í gær fór Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fram í fínum aðstæðum og má segja að hlaupið hafi startað hlaupasumrinu. Þátttaka var minni en vanalega, líklega í ljósi COVID aðstæðna, en um 120 manns tóku þátt í hálfu maraþoni og tæplega 30 í maraþoni.

Í maraþoni sigraði Þórólfur Ingi Þórsson á 2:34:49 og í kvennaflokki sigraði Iris Pessey frá Frakklandi á 3:13:09. Þess má geta að Þórólfur var að bæta sinn besta tíma í maraþoni umtalsvert og er nú með annan besta maraþon tímann í flokknum 45-49 ára á eftir Stefáni Guðmundssyni. Af íslenskum konum sigraði Guðbjörg Jónsdóttir í 3N á 4:02:02.

Í hálfu maraþoni sigraði Arnar Pétursson á 1:08:58 og Verena Schnurbus sigraði kvennaflokkinn á 1:27:06.

Skoðaðu líka úrslit frá hlaupinu á hlaup.is og einnig myndasafn bæði frá maraþoninu og hálfa maraþoninu.

Hér fyrir neðan eru myndir af sigurvegurunum.

Þórólfur Ingi Þórsson VOR2021 004
Þórólfur Ingi Þórsson sigurvegari í maraþoni
Iris Pessey VOR2021 048
Iris Pessey sigurvegari kvenna í maraþoni
Arnar Pétursson VOR2021 353
Arnar Pétursson sigurvegari í hálfu maraþoni
Verena Schnurbus VOR2021 387
Verena Schnurbus sigurvegari kvenna í hálfu maraþoni