uppfært 27. júní 2023

Allir sem hafa lokið 100 km hlaupi á árinu 2023 eru hvattir til þess að sækja um inngöngu í félag 100km hlaupara á Íslandi gegnum nýja heimasíðu félagsins https://100km.is/.

Skilyrðin fyrir inngöngu í félag 100 km hlaupara eru eftirfarandi:

Þarf að hlaupa 100 km samfleytt, þar sem klukka gengur allan tímann og hlaupið er formlega auglýst keppnishlaup með tímatöku og lágmarkstímamörkum.

Inntaka nýrra félagsmanna fer fram á aðalfundi félagsins sem mun fara fram þann 29. nóvember nk. Nánari upplýsingar verða settar inn á Facebook hóp félagsins sem að allir nýir aðilar fá aðgang að eftir að umsókn þeirra hefur verið samþykkt.

Um Félag 100 km hlaupara á Íslandi

Félagið var stofnað 26. september, 2004 í Sundlaug Vesturbæjar að loknu Þingstaðahlaupi. Tilgangurinn er að efla samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon í “flokki lengri vegalengda”, þ.e.  100 km og lengra sem og að stuðla að vaxandi þátttöku í slíkum hlaupum. Gildir meðlimir í félaginu eru allir þeir Íslendingar sem lokið hafa  þátttöku í viðurkenndu, opinberu 100 km keppnishlaupi, eða lengra hlaupi, þar sem hlaupið er í einum áfanga.