Írskur Íslendingur tekur þátt í 5000 km hlaupi

uppfært 23. september 2020

Nirbhasa Magee, 41 árs Íri, sem búsettur hefur verið í Reykjavík síðustu 7 árin, tekur nú þátt í lengsta götuhlaupi heims, Sri Chinmoy 3100 mílna hlaupinu (um 4989 km). Þetta er í fjórða sinn sem hann tekur þátt, en hann hefur alltaf klárað hlaupið - sem er afrek sem flestir myndu teljast fullsæmdir af - og í fyrra lenti hann í 2. sæti.

Hlaupið, sem venjulega er haldið í New York á hverju ári, fer nú fram í Salzburg í Austurríki og á öðrum árstíma en venjulega, allt vegna aðstæðna í heiminum að þessu sinni. Að sama skapi var einungis 5 leyft að taka þátt í ár.

Nirbhasa Í Sri Chinmoy 3100 Mílna Hlaupinu 2020 Mynd Eftir Vaibhava
Nirbhasa að hlaupa og borða á sama tíma, en þátttakendur þurfa næstum því að borða stanslaust til að komast í gegnum daginn.

Þegar þetta er skrifað er vika liðin af hlaupinu og Nirbhasa gengur ágætlega. Að meðaltali þurfa hlauparar að komast 60 mílur (um 96 km) á dag til að ná að klára hlaupið, en því lýkur eftir 52 daga. Hefur Nirbhasa hlaupið yfir þessu meðaltali hvern dag. Honum gengur reyndar yfirleitt betur síðara hluta hlaupsins, eins ótrúlegt og það kann að virðast!

New York Times kallaði hlaupið "Mount Everest ofurmaraþona" og einungis hlauparar með mikla reynslu og getu í hlaupum sem taka marga daga fá þátttökurétt.

Nýverið var gerð heimildarmynd um hlaupið og sjá má stiklu úr henni hér: https://vimeo.com/266754781

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu hlaupsins: https://3100.srichinmoyraces.org

Hér er svo áhugavert stutt vídeó um það hvernig hlaupinu var næstum því aflýst í ár, með viðtölum við suma þátttakendur: https://vimeo.com/459517565