Um síðustu helgi fór Copenhagen Half Marathon fram þar sem 90 Íslendingar kláruðu hálft maraþon. Hlaupið er hluti af röð hálfmaraþonhlaupa sem kallast SuperHalf Series og er í ætt við sex hlaupa Marathon Majors maraþonseríuna sem margir kannast við. Serían samanstendur af fimm hlaupum sem fram fara í Lissabon, Prag, Kaupmannahöfn, Cardiff og Valencia. Í Copenhagen Half Marathon kláruðu rúmlega 15 þúsund manns hlaupið.
Listi yfir tíma Íslendinganna er á hlaup.is, undir Hlaup í útlöndum/Úrslit.
Nokkrir af Íslendingunum náðu mjög góðum árangri í sínum aldursflokki eins og Stefán Guðmundsson sem vann aldursflokkinn 50-54 ára á 01:13:03 klst. Hulda Fanný Pálsdóttir komst á pall í aldursflokknum 15-19 ára og lenti í þriðja sæti á tímanum 01:28:18 og Hulda Guðný Kjartansdóttir lenti í 11 sæti í aldursflokknum 45-49 ára á tímanum 01:32:46. Nokkrir aðrir voru meðal hundrað efstu í sínum aldursflokki eins og Árni Geirsson á 01:16:08 í 74 sæti í 30-34 ára, Páll Jóhannesson á 01:22:15 í 41 sæti í 45-49 ára, Jóna Dóra Óskarsdóttir á 01:39:20 í 26 sæti í 45-49 ára, María Magnúsdóttir á 01:43:09 í 71 sæti í 35-39 ára, Valdís Sigurvinsdóttir í 01:45:26 í 65 sæti í 40-44 ára, Ragnheiður Gunnarsdóttir á 01:46:22 í 78 sæti í 40-44 ára, Þórgunnur Torfadóttir á 01:53:42 í 53 sæti í 55-59 ára, Inger Ágústsdóttir á 02:24:47 í 81 sæti í 60-64 ára og Stefanía Skarphéðinsdóttir á 02:31:42 í 31 sæti í 65-69 ára.