Íslendingar í hálfu maraþoni í Kaupmannahöfn 2022

uppfært 18. september 2022

Í dag fór Copenhagen Half Marathon fram þar sem 175 Íslendingar kláruðu hálft maraþon. Hlaupið er hluti af röð hálfmaraþonhlaupa sem kallast SuperHalf Series og er í ætt við sex hlaupa Marathon Majors maraþonseríuna sem margir kannast við. Serían samanstendur af fimm hlaupum sem fram fara í Lissabon, Prag, Kaupmannahöfn, Cardiff og Valencia. Í Copenhagen Half Marathon kláruðu tæplega 22 þúsund manns hlaupið, en 25 þúsund manns voru skráðir í hlaupið.

Á meðal keppenda voru um 50 hlauparar úr skokkhópi Fjölnis, en þeir fögnuðu 30 ára afmæli skokkhópsins á þessu ári. Við munum fjalla aðeins um þeirra þáttöku á hlaupinu á næstu dögum.

Listi yfir tíma Íslendinganna er á hlaup.is, undir Hlaup í útlöndum/Úrslit.