birt 09. apríl 2004

Tveir Íslendingar kepptu í Kaupmannahafnarmaraþoni í dag sunnudaginn 17. maí 1998. Þeir náðu ágætis árangri í sínu fyrsta maraþoni. Þetta voru Jóhann Másson og Hans Pétur Jónsson og voru þeir á tímanum 3:17:28 (Hans Pétur) og 3:17:34 (Jóhann) og eru þetta tímar frá mótshöldurum. Hans Pétur varð númer 53 í sínum aldursflokki 40-44 ára og Jóhann varð númer 121 í sínum flokki 30-34 ára.