birt 09. apríl 2004

Sunnudaginn 17. október tók Ágúst Kvaran þátt í Toronto maraþoni ("International Canadian Marathon of Toronto") og náði að bæta sitt persónulega met um ca. 5 mínútur: PB = 3.08'.43'' (eldra met: 3.13'.38''). Aðstæður voru mjög ákjósanlegar: hiti 12 - 14 °C, skýjað og gola. 5700 þátttakendur voru i hlaupinu, en auk 1/1 Maraþons var boðið upp a Maraþongöngu og 1/2 maraþon.

Framkvæmd hlaupsins var til mikillar fyrirmyndar: Vegleg pastaveisla, sölusýning og ráðgjöf á ræðuformi daginn fyrir hlaup. Götum var að sjálfsögðu lokað fyrir umferð og drykkjarstöðvar með Gatorade og vatni voru margar. Hlaupaleiðin er talsvert hæðótt og um 300 m hæðarmunur á hæsta og lægsta punkti. Allir fengu viðurkenningarpening að hlaupi loknu. Vinningstími karla var 2.28' (kanadabúi). Óstaðfestar heimildir herma að Ágúst hafi verið 7. í sýnum aldursflokki (45 - 49 ára).