Landslið Íslands í utanvegahlaupum 2022 valið

uppfært 18. febrúar 2022

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið landslið Íslands í utanvegahlaupum sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fer fram í Chiang Mai í Tælandi dagana 17. - 20. nóvember 2022.

Um er að ræða tvær keppnisvegalengdir, 40 km með 2800 m samanlagðri hækkun og svo 80 km með 4900 m samanlagðri hækkun.

Þeir hlauparar sem skipa landslið Íslands í utanvegahlaupum 2022 eru:

NafnVegalengd
Rannveig Oddsdóttir80 km
Elísabet Margeirsdóttir80 km
Andrea Kolbeinsdóttir40 km
Anna Berglind Pálmadóttir40 km
Íris Anna Skúladóttir40 km

NafnVegalengd
Þorbergur Ingi Jónsson80 km
Þorsteinn Roy Jóhannsson80 km
Sigurjón Ernir Sturluson80 km
Halldór Hermann Jónsson40 km
Þórólfur Ingi Þórsson40 km

Þess má geta að þrjár af konunum og þrír af körlunum voru tilnefnd sem hlauparar ársins en þetta eru þau Andrea Kolbeinsdóttir (Langhlaupari ársins 2021), Rannveig Oddsdóttir og Íris Anna Skúladóttir í kvennaflokki og Þorbergur Ingi Jónsson, Þorsteinn Roy Jóhannsson og Þórólfur Ingi Þórsson í karlaflokki.

Heimild: fri.is