birt 11. febrúar 2005

AFMÆLISHLAUP Péturs Inga Frantzsonar verður þann 5. mars 2005 og hefst kl. 13:00. Staðsetnig rásmarks Fossvogsdalur  sennilega nálægt Fossvogsskóla.

Boðið verður uppá að hlaupa heilt maraþon og eins boðhlaup þar sem 2 til 17 einsaklingar geta skipt hlaupinu niður á milli sín.

Hlaupinn verður ca 2,5 km langur hringur 17 sinnum í Fossvogsdalnum, leiðrétting verður á fyrsta hring svo rétt vegalengd verði hlaupin.

Boðhlaup: skráning í Laugum 4 mars milli 17:00 og 19:00

Maraþon: skráning verður af tæknilegum ástæðum að vera lokið fyrir 1 mars skráningar berist í tölvupósti í pif17@rvk.is eða í síma 6648467 (Pétur sjálfur).

Boðhlaup: fyrir hverri sveit fer sveitaforingi sem þarf að mæta í Laugar (World class) með flögu til þess að skrá sína sveit (eða staðgengill), ekki þarf að hafa nafnalista með nöfnum hlaupara sveitarinnar.
Reglur í boðhlaupinu eru þær að flagan sem sveitin er skráð fyrir þarf að fara 17 hringi, hversu marga hringi hver hleypur fer eftir vilja hvers og eins. Sveitaforinginn þarf að skrá niður á blað sem afhent verður við skráninguna nafn hvers og eins sem hleypur hvern hring það er þess vegna hægt að grípa til viljugan áhorfanda og leyfa honum/henni að hlaupa einn hring síðan eftir hlaup fær Alfreð tölvukall blaðið og færir nöfnin inn svo allir sjái eftirá hversu góðir þeir voru !!
Mögulegt verður að redda flögu á skráningarstað en betra ef hver sveit sæi um að útvega sér flögu.

Maraþon: mæting í Laugar kl 11:00 þar verður búnings aðstaða fyrir maraþonhlauparana, rúta flytur þá að rásmarki og aftur til baka að hlaupi loknu þar geta þeir hvílt lúin bein og vöðva í baðstofunni þar til kallað verður til veislu um kl. 20:00.

Fylgist með frekari upplýsingar munu birtast á heimasíðu Laugaskokk Laugaskokk.is og hér á hlaup.is.