Mikið fjör í Drulluhlaupi Krónunnar

uppfært 14. ágúst 2022

Drulluhlaup Krónunnar var haldið í dag laugardaginn 13. ágúst í flottu veðri. Mikil aðsókn var í hlaupið og komust færri að en vildu. Um 400 manns, ungir sem aldnir tóku þátt í mikilli gleði í þessu skemmtilega 3,5 km hindrunarhlaupi. Nokkuð ljóst að þetta hlaup er komið til að vera.

Hlaup.is var á staðnum og tók nokkrar myndir og vídeó af hlaupurum í brautinni þar sem þeir spreyttu sig á hinum ýmsu hindrunum.

Skoðaðu myndasafnið á hlaup.is.