uppfært 22. ágúst 2022

Hlaup.is stóð vaktina í Reykjavíkurmaraþoni og tók allar myndir fyrir hlaupið í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjavíkur bæði í marki og út á brautinni á Eiðsgranda.

Athugaðu að skrá þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum áður en þú kaupir myndina, því þannig getur þú safnað myndum á einum stað á þínum prófíl.

Við tókum myndir af 3 km, 10 km, 21 km og 42 km hlaupurum þegar þeir komu í mark. Ljósmyndararnir sem aðstoðuðu við þetta verkefni voru Þorgils G. Gunnþórsson, Brynja Kristinsdóttir og Baldvin Berndsen sem tóku myndir í markinu. Torfi H. Leifsson tók síðan myndir út á Eiðsgranda eftir 6,5 km og 7 km.

Allar myndirnar eru nú komnar inn á hlaup.is.

Athugið að í 3 km og 10 km voru myndirnar teknar frá tveimur sjónarhornum í markinu og því átt þú að geta fundið myndina af þér í tveimur markmyndaalbúmum ef þú varst í 3 km hlaupi og tveimur markmyndaalbúmum í 10 km hlaupi og svo 10 km myndaalbúmi út á Eiðsgranda eftir 6,5 km. Viðmiðunartíminn sem gefinn er upp í albúmheitinu er lokatími (tími frá því að fyrstu hlauparar lögðu af stað) en ekki flögutími. Viðmiðunartíminn er einnig ekki nákvæmur og því getur verið að þú sért í albúminu á undan eða eftir.

Með myndakaupum styður þú við hlaup.is vefinn sem nú hefur verið starfræktur í rúmlega 26 ár fyrir hlaupasamfélagið.