uppfært 03. júlí 2022

Gleðihlaupið Skúli Craftbar hlaupið fór fram laugardaginn 2. júlí og var keppt í 10 km hlaupi. Farið er frá miðbænum rétt hjá Skúla Craftbar í gegnum Hljómskálagarðinn, út að Valssvæðinu og í gegnum það, inn á stígana hjá HR og út í áttina að Fossvogsdalnum þar sem snúið er við undir brúnni á Kringlumýrarbrautinni. Skemmtileg leið sem margir þekkja, allavega að hluta til.

Rétt um 80 manns tóku þátt í hlaupinu í góðum aðstæðum og við almenna ánægju allra.

Þú getur séð alla tímana og myndir frá hlaupinu á hlaup.is. Mundu að gefa hlaupinu einkunn ef þú tókst þátt með því að skrá þig fyrst inn á Mínar síður hlaup.is. Þú getur einnig búið til þitt eigið myndasafn á Mínum síðum.