Mýrdalshlaupið komið á dagskrá þann 19. september

uppfært 16. september 2020

Tilkynning vegna Mýrdalshlaupsins.

Kæru hlauparar.

Mýrdalshlaupið verður haldið laugardaginn 19. september 2020. Eftir að slakað hefur verið á sóttvarnarreglum sjáum við okkur fært að halda hlaupið með þeim hætti sem við viljum. Við munum að sjálfsögðu fara eftir tilmælum Almannavarna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera þennan dag bæði öruggan og ánægjulegan.

Ennþá er opið fyrir skráningu í síðustu sætin, en tekið verður við skráningum upp að 200 manns. En þó geta krakkar 15 ára og yngri skráð sig frítt í 3 km skemmtiskokk á staðnum.

Til þess að við getum gert viðeigandi ráðstafanir er mikilvægt fyrir okkur að vita hversu margir hlauparar mæta. Því biðlum við til þeirra sem ekki ætla að mæta að afskrá sig sem allra fyrst og fá endurgreitt. Athugið að ekki er hægt að fá endurgreitt eftir 12. september.

Vinsamlegast hafið samband við Helgu Sæmundsdóttur á helgasae07@gmail.com varðandi afskráningar.

Sjáumst hress í Vík !