uppfært 25. ágúst 2020

YFIRLÝSING FRÁ MÝRDALSHLAUPINU

Í ljósi breyttra reglna varðandi sóttvarnir er ljóst að Mýrdalshlaupið verður ekki haldið 8. ágúst.

Við höfum því ákveðið að fresta hlaupinu um óákveðinn tíma meðan við sjáum hvernig málin þróast.

Á næstu tveimur vikum verður svo tekin ákvörðun um hvenær eða hvort hlaupið verður haldið.

Við munum að sjálfsögðu bjóða endurgreiðslu ef ekki verður af hlaupinu eða fólk getur ekki mætt. Einnig munum við bjóða upp á að flytja skráninguna til ársins 2021 ef hlaupinu verður aflýst. Mýrdalshlaupið er félagasamtök og ekki rekið í hagnaðarskyni svo við værum mjög þakklát ef þið gætuð hjálpað okkur yfir þennan hjalla.

Skipuleggjendur Mýrdalshlaupsins