uppfært 25. ágúst 2020

SKYNSEMIN RÆÐUR

Náttúruhlaup ON, Milli virkjana sem vera átti 15. ágúst nk. hefur verið aflýst. Í ljósi aðstæðna teljum við ekki ráðlegt að halda hlaupið og stefna þannig þátttakendum í óþarfa hættu. Við hvetjum fólk til að fara varlega og fylgja reglum Almannavarna í einu og öllu. Það kemur ár eftir þetta ár og stefnum við ótrauð að nýju náttúruhlaupi 2021, reynslunni ríkari, full orku og gleði. Svæðið okkar við Hengilinn er hins vegar stútfullt af fallegum hlaupa- og gönguleiðum sem m.a. má finna í Wappinu - wapp.is eða á heimasíðunni okkar.