birt 12. nóvember 2004

Það voru 67 Íslendingar á vegum Hlaupaferða sem hófu hlaup í New York maraþoni 2004 og 67 skiluðu sér heilir í mark. Töluverður hiti var ca. 20 gráður og brautin erfið.  En það var ekki að sjá á glöðum hlaupurum þegar í mark var komið. Einnig voru 4 aðrir Íslendingar í hlaupinu.  Ég tel þetta vera einn mesta fjölda Íslendinga sem hafa tekið þátt í heilu maraþoni saman.

Klárlega er þetta Íslandsmet í útlöndum og fer nálægt Íslandsmeti í fjölda Íslendinga almennt í maraþoni. Samkvæmt könnun minni þá voru 73 íslendingar í Reykjavíkurmaraþoni 2004 og 64 árið 2003. Allavega er þetta Íslandsmet í fjölda nýrra maraþonhlaupara, 30 manns hlupu sitt fyrsta hlaup.  Ef þetta væri útflutningsátak eða framleiðusátak þá fengjum við útflutnings eða framleiðsluverðlaunin !

Hópurinn var skemmtilega samsettur t.d. voru 16 íslensk hjón í braut, fern systkynapör, tvennar mæðgur. Elsti 64, yngsti 21 árs.
Við komum til landsins í morgun flest okkar, allir glaðir og reifir og bíðum nú bara eftir að reima skóna aftur og skella okkur út að hlaupa.

Matthildur Hermannsdóttir, Hlaupaferðum.