Ný heimsmet í 5000m hlaupi kvenna og 10000m hlaupi karla

uppfært 07. október 2020

"Valencia world record day" er stakur viðburður miðvikudaginn 7. október 2020, sem skipulagður er af hollenska umboðsfyrirtækinu NN Running Team og öðrum aðilum. Hápunktur mótsins var heimsmetstilraun Letesenbet Gidey frá Eþíópíu í 5000m hlaupi kvenna á braut og heimsmetstilraun Eþíópíu Úgandamannsins Joshua Cheptegei í 10000m einnig á braut.

Það er skemmst frá því að segja að báðum tókst þeim ætlunarverk sitt og slá annars vegar 12 ára gamalt heimsmet Tirunesh Dibaba 14:11:15 (Oslo, 2008) og 15 ára gamalt heimsmet Kenenisa Bekele 26:17,53 (Brussel, 2005).

Gidey Setur 5000M Heimsmet
Gidey fagnar heimsmeti sínu

Fyrst hljóp hin 22 ára Gidey örugglega til sigurs á 5000m hlaupinu á 14:06,62 og sló þar með heimsmetið um 4,5 sekúndur og síðan hljóp Cheptegei 10000m örugglega á nýju heimsmeti 26:11,00 og bætti heimsmetið um næstum 7 sekúndur (meðalhraði ca. 23,3 km/klst).

Cheptegei Setur 10000M Heimsmet B
Cheptegei ánægður með sitt þriðja heimsmet á árinu

Cheptegei hefur nú keppt þrisvar á þessu á þessu ári og sett heimsmet í öll skiptin. Hann mun taka þátt í sínu fyrsta 1/2 maraþoni í Póllandi eftir tvær vikur og það verður spennandi að sjá hvað hann gerir þar.