Nýtt félag áhugamanna um utanvegahlaup

birt 25. janúar 2005

Stofnað hefur verið félag áhugamanna um utanvegahlaup, sem fengið hefur nafnið FÍFUR (Félags Íslenskra Fjalla- og Utanvegaráfara). Komin eru drög að hlaupadagskrá og er öllum velkomið að taka þátt í þessum hlaupum.  Stefnt er að einu hlaupi í mánuði fram til vors en boðið verður upp á tíðari hlaup þegar líður að sumri. Auk þess kemur til greina að boða til hlaupa með skömmum fyrirvara í nágrenni borgarinnar þegar veðurútlit er gott.

Dagskrá:

DagsHlaupaleið
2/1Skarðsmýrarfjall
29/1Kringum Mosfell
26/2E-ð nálægt, á vegi
5/3Marsmaraþon
19/3E-ð nálægt, á vegi
23/4Nesjavellir/Nesjahraun
12/5Hveradalir/Kattartjarnir
26/5Hlöðufell/Laugavatn
9/6Fimmvörðuháls
24/6Mývatnsmaraþon
25-26/6Hlaupahelgi í Mývatnssveit
2/7Þorvaldsdalshlaup eða Laxárdalur
5/7Vatnsneshlaup
16/7Laugavegurinn
25/7Jökulsárhlaup
30/7Barðsneshlaup
20/8Reykjavíkurmaraþon

Stefnt er að því að koma upp póstlista sem áhugasamir geta skráð sig á.

Allar nánari upplýsingar veita Áslaug Helgadóttir, 843-5325, aslaug(hja)lbhi.is; Þórður Sigurvinsson, tordurgs(hja)mmedia.is, 993-3756 Katrín Þórarinsdóttir, katrin.tor(hja)visir.is, 557-4242; og Sigurður Þórarinsson, sigurdur_thorarinsson(hja)hotmail.com.

Fyrsta hlaupið verður farið næstkomandi laugardag í kringum Mosfellið.  Stefnt er að því að hittast við Breiðholtslaug kl. 9:30.