Nýtt heimsmet kvenna í 10.000 m hlaupi

uppfært 07. júní 2021

Hollenski hlauparinn Sifan Hassan (fædd í Eþíópíu) sló heimsmetið í 10.000 metra hlaupi kvenna í Huelva í Hengelo, Hollandi, í dag sunnudaginn 6. júní. Tími Hassan var 29:06,82 og bætti þar með fyrra met sem var 29:17,45, sett af Almaz Ayana á Ólympíuleikunum 2016, um meira en 10 sekúndur.

Það er því ljós að líkurnar á að Hassan komist á verðlaunapall í 10.000 m hlaupinu á Ólympíuleikunum í sumar eru umtalsverðar og vert að fylgjast með henni þar.

Hassan var með héra fyrstu sex og hálfa mínútuna, en tók þá völdin og hljóp restina af hlaupinu í forystu þar sem hún hringaði alla keppinauta sína. Millitími Hassan eftir 5.000 metra var 14:39 en hún bætti í seinni 5.000 metrana og hljóp þá á tæplega 14:28. Hún bætti persónulegan árangur sinn um 30 sekúndur.

Þetta met er fjórða metið í 5.000 og 10.000 m hlaupi karla og kvenna sem slegið er á síðustu 10 mánuðum. Þess má líka geta að Hassan á fjölda Evrópumeta í hlaupum ásamt heimsmetum í míluhlaupi 4:12.33, 5 km götuhlaupi 14:44 og 1 klst hlaupi.