uppfært 25. ágúst 2020

Spennandi nýr valkostur fyrir utanvegahlaupara, skemmtiskokkara og náttúruunnendur og auðvitað alla sem langar í 100km eða 100 mílur (160km) en einnig verður boðið upp á 10 km, 30 km og 50 km utanvegahlaup.

3N verður með viðburð sem ætlaður er að gera Reykjanesinu og Suðurnesjum hærra undir höfði hjá hlaupurum og náttúruunnendum. Reykjanesið er falinn fjársjóður sem allt of margir erlendir sem innlendir aka framhjá án þess að átta sig á gimsteinum víða á Reykjanesi og Suðurnesjunum.

Flott og skemmtilegar leiðir, farið um alla bæi Suðurnesja, hlaupið á utanvegastígum, fjallvegir, strandir, hraun, útsýni, lítil hækkun og sumarbirta allan tímann.  Draumur margra að fara 100 mílur eða 100km án þess að óttast myrkur,  mikla hækkun eða lækkun með lofthræðslu osfrv, hættuleg dýr, úlfa, birni, leðurblökur, slöngur eða annað... hér er staðurinn og í leiðinni stokkið milli heimsálfa yfir brúna frá Ameríku flekanum yfir á Evrópu flekann.

Eftir að í ljós kom að EcoTrail Reykjavík viðburðurinn 3.júlí var aflýst þá er ætlunin að stökkva á þá dagsetningu í ár til að veita hlaupurum staðsettum á Íslandi eitthvað skemmtilegt að gera þá helgi! Rætt hefur verið við Ívar vegna EcoTrail Reykjavik og allt gert í sátt og samlyndi og öllum EcoTrail Reykjavik skráðum boðið að færa skráningu yfir í nýja viðburðinn án kostnaðar.

Nánari upplýsingar veitir Svanur Már hjá 3N.