Nýtt hlaup Skútuhlaup á Patreksfirði

birt 25. maí 2004

Skútuhlaupið er nýtt hlaup sem fer fram Patreksfirði. Hlaupið er haldið í tilefni sjómannadagshelgarinnar sem er eins og þjóðhátíð á Patreksfirði. Hlaupið fer fram fimmtudagskvöldið 3. júní kl 20:00. Hlaupnir eru 3 km fyrir fullorðna og 1 km fyrir 12 ára og yngri. Hlaupið byrjar fyrir framan fiskverkunarfyrirtækið Odda HF og endar þar fyrir 12 ára og yngri en fullorðnir enda á Torginu.

Verðlaun eru veitt fyrir 3 fyrstu sætin og flokka karla og kvenna (stelpu og stráka). Einnig er veittur farandbikar í hverjum flokki. Þáttaka er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir Margrét Brynjólfsdóttir, margret@hsp.is.