Nýtt skráningarfyrirkomulag í Laugavegshlaupið

uppfært 16. júlí 2021

Laugavegur Ultra Maraþon hefur notið mikilla vinsælla síðustu ár og eftirspurnin er alltaf að aukast. Skráningar í Laugaveginn 2022 verða með nýju fyrirkomulagi sem byggist á stigakerfi ITRA og útdrætti.

Hlauparar fá ITRA stig með því að taka þátt í utanvegahlaupum sem eru viðurkennd af ITRA samtökunum. ITRA eru alþjóðleg samtök utanvegahlaupara sem gæðametur utanvegahlaup út frá vegalengd og samanlagðri hækkun ásamt því að birta úrslit. Fjölmörg utanvegahlaup á Íslandi eru skráð hjá ITRA og þeim fer fjölgandi.

Fyrir Laugavegshlaupið 2022 mun skráning opna 5. nóvember 2021 og vera opin í viku. Hlauparar geta skráð sig í tvo hópa.

  • Hópur 1 – 40 sæti fyrir karla sem hafa náð 670 ITRA stigum eða fleiri, og 40 sæti fyrir konur sem hafa náð 570 ITRA stig eða fleiri.
  • Hópur 2 – skráningar fyrir aðra hlaupara sem munu þá fara í útdrátt ef sætin fyllast.

Þann 19. nóvember verður tilkynnt hverjir hafa fengið miða í Laugavegshlaupið. Þær umsóknir sem ekki fá úthlutað skráningu fara á biðlista sem verður tekið inn af ef hlauparar forfallast.

Árið 2023 mun þetta svo breytast aðeins, en þá þurfa hlauparar að ná 390 ITRA stigum til að komast í lottó-ið, en ITRA stigin telja þrjú ár aftur í tímann. Einnig verður í boði nokkrar góðgerðarskráningar þar sem hægt verður að kaupa sig inn í hlaupið og fer það sem greitt er umfram venjulegt þátttökugjalds til góðgerðarmála. Einnig verður þriðjaskiptareglan, ef hlaupari hefur ekki fengið úthlutað skráningu tvö ár í röð, fær hann örugga skráningu í þriðja skiptið sem hann sækir um.

Frekari upplýsingar um nýja skráningarfyrirkomulagið má finna á vef hlaupsins og og upplýsingar um skráningu í hlaupið 2022 eru einnig á vef hlaupsins.